spot_img
HomeFréttirSólrún Inga drjúg fyrir Mariners í síðasta leik ársins

Sólrún Inga drjúg fyrir Mariners í síðasta leik ársins

Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners töpuðu í kvöld fyrir Georgia Southern Eagles í sýningarleik í bandaríska háskólaboltanum, 48-118, en liðin leika ekki í sömu deild. Það sem af er tímabili hafa Mariners unnið fimm leiki og tapað þremur.

Sólrún Inga spilaði 31 mínútu í leiknum. Á þeim skoraði hún 10 stig, tók 3 fráköst og stal bolta. Leikurinn sá síðasti sem er á dagskrá hjá Mariners fyrir jól, en næst mæta þær Southeastern University þann 2. janúar 2021.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -