spot_img
HomeFréttirSólrún Inga atkvæðamikil í sigri Mariners

Sólrún Inga atkvæðamikil í sigri Mariners

Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners unnu í nótt lið Warner University í bandaríska háskólaboltanum, 61-53. Mariners það sem af er tímabili unnið sex leiki og tapað sex.

Sólrún lék 35 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hún 13 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næst leika Mariners gegn Thomas University þann 21. janúar.

Fréttir
- Auglýsing -