Sólrún Gísladóttir og félagar í Coastal Georgia Mariners unnu í gær Thomas University Nighthawks í gær í Sun deildinni í bandaríska háskólaboltanum, 68-59. Eftir leikinn er Georgia með fjóra sigurleiki og eitt tap það sem af er tímabili.
Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sólrún 11 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.
Næst leikur liðið gegn Keiser University Seahawks þann 3. desember.