spot_img
HomeFréttirSolna lagði Uppsala eftir framlengingu: Logi með 18 stig

Solna lagði Uppsala eftir framlengingu: Logi með 18 stig

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær þar sem Logi Gunnarsson var atkvæðamikill í heimasigri Solna Vikings. Með sigrinum komst Solna upp í 8. sæti deildarinnar.
Solna tók í gær á móti Uppsala Basket og hafði 89-85 sigur á gestum sínum eftir framlengda spennuviðureign. Logi gerði 18 stig og gaf 5 stoðsendingar í leiknum og lék manna mest í liði Solna eða 40,42 mínútur.
 
Framlengt var í stöðunni 78-78 þar sem Lesli Myrthil jafnaði fyrir Solna með 12 sekúndur til leiksloka eftir stoðsendingu frá Loga. Logi kom Solna svo í 87-83 á vítalínunni þegar 20 sekúndur voru til leiksloka og félagi hans Myrthil kláraði dæmið 89-85 einnig á vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -