Helgi Már Magnússon skoraði fimm stig í sænsku úrvalsdeildinni fyrir Solna Vikings í gærkvöldi þegar liðið fékk útreið gegn Södertalje á útivelli. Lokatölur leiksins voru 101-72 Södertalje í vil.
Helgi lék í 21 mínútu í leiknum, skoraði 5 stig og gaf eina stoðsendingu og tók eitt frákast. Þessi stóri ósigur Solna kemur nokkuð á óvart þar sem Södertalje var fyrir leikinn 18 stigum á eftir Solna!