spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSóllilja: Hef miklu meiri trú á okkur en sjöunda sæti

Sóllilja: Hef miklu meiri trú á okkur en sjöunda sæti

Dominos deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Nú er komið að liði Breiðabliks.

Breiðablik

Breiðablik er að fara inní annað tímabilið í efstu deild og verður fróðlegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks. Margir nýjir leikmenn eru komnir í grænt og einhverjir hafa horfið frá. Blikar eru skipaðir ungum og efnilegum leikmönnum sem verður gaman að fylgjast með spreyta sig í vetur.

Spá KKÍ: 7. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 7. sæti

Þjálfari liðsins: Margrét Sturlaugsdóttir

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Ragnheiður Björk Einarsdóttir. Miðherjinn ungi hefur sýnt að hún býr yfir miklum hæfileikum og verður spennandi að sjá hana fá tækifæri í vetur.

Komnar og farnar: 

Komnar:

Björk Gunnarsdóttir frá Njarðvík

Erna Freydís Traustadóttir frá Njarðvík

Bryndís Hanna Hreinsdóttir frá Stjörnunni

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir frá Njarðvík

Ragnheiður Björk Einarsdóttir frá Haukum

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir frá Haukum

Kelly Faris frá Bnot Hertzeliya (Ísrael)

Farnar:

Hildur Sigurðardóttir (þjálfari)

Telma Lind Ásgeirsdóttir til Keflavíkur

Auður Íris Ólafsdóttir til Stjörnunnar

Lovísa Falsdóttir í barneignarleyfi

Kristín Rós Sigurðardóttir í ÍR

Whitney Kiera Knight óljóst

Viðtal við Sóllilju Bjarnadóttur um komandi tímabil:

Fréttir
- Auglýsing -