spot_img
HomeFréttirSögulegur leikur hjá Martin Hermannssyni gegn Sacret Heart

Sögulegur leikur hjá Martin Hermannssyni gegn Sacret Heart

Martin Hermannsson átti stórleik í gærkvöldi þegar LIU lagði Sacret Heart 85-92. Hann lauk leik með 22 stig (7/14), 8 fráköst, 7 stoðsendingar, 5 stolna bolta en engan tapaðan bolta. Viðsnúningur hjá íslenska landsliðsmanninum þar sem hann tapaði 3 mikilvægum boltum í seinni hálfleik gegn St. Francis á laugardaginn. Jack Perri, þjálfari LIU sagði Karfan.is eftir leikinn að það væri eitthvað sem gerðist bara hreinlega ekki hjá Martin.

 

Jafnræði var með liðunum allan leikinn en LIU hélt svo andstæðingunum stigalausum síðustu þrjár og hálfa mínútuna. Martin hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik, skoraði 15 stig og stal 4 af 5 boltum sínum í leiknum.

 

Aðeins tveir aðrir leikmenn í 1. deild NCAA háskólaboltans hafa skilað meira en 20 stigum, 7 fráköstum, 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum í vetur og það eru ekki minni nöfn en LSU leikmaðurinn Ben Simmons sem allir telja fara í fyrsta valrétti næsta NBA nýliðavals og leikstjórnandi Providence háskólans Kris Dunn. 

 

Í allri tölfræði Basketball Reference (sem nær aftur til 2010) er hvergi að finna slíka tölfræði. 16 leikmenn hafa náð sambærilegum tölum en allir tapað 1 eða fleiri boltum.

 

 

Elvar Friðriksson átti einnig frábæran leik fyrir Barry í gærkvöldi með 16 stig og 12 stoðsendingar þegar Elvar og félagar sigruðu Florida Southern 63-101.

 

Matthías Orri Sigurðarson skoraði 2 stig og tók 4 fráköst á 10 mínútum í 72-84 sigri CSU á Flagler í gærkvöldi.

Fréttir
- Auglýsing -