Milwaukee Bucks er NBA meistari 2021 eftir sigur á Phoenix Suns í lokaúrslitum deildarinnar. Í nótt fór fram leikur 6 í þessum lokaúrslitum þar sem Suns voru með bakið uppvið vegg á meðan Bucks gátu unnið fyrsta NBA titil félagsins síðan 1971.
Giannis Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna. Má þá segja að furðuleg ferð hans frá því að vera dularfullt lotterí val 2013 að titlinum í í nótt sé kláruð. Bucks unnu leik næturinnar 105-98 og engin stjarna skein bjartar en hann.
Í lokaleiknum skilaði Giannis 50 stigum, 14 fráköstum og 5 vörðum skotum, en sú tölfræði setur hann í einstakan félagsskap.
- Með 50 stigum jafnar hann met Bob Petit frá 1958 sem þau mestu í lokaleik úrslita.
- Aðeins sjö hafa skorað 50 stig í lokaúrslitum áður.
- Enginn hefur haft allavegana 50 stig, 10 fráköst og 5 varin skot áður.
- Hann er fyrsti leikmaðurinn í 40 ár til að skora 30 stig í fleiri en einum hálfleik í lokaúrslitum
- Hann er fjórði leikmaðurinn í sögunni sem er með allavegana 30 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.
- Hann var með hæsta framlag sögunnar að meðaltali í lokaúrslitum, 31.9.
- Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að vera með allavegana 30 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar og 60% skotnýtingu að meðaltali.
- Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna mestu framfarir, verðmætasti leikmaður, varnarmaður ársins og verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Draft Express tóku við hann áður en hann kom inn í NBA deildina.