Miami Heat lögðu Boston Celtics í fjórða leik einvgís liðanna í úrslitum Austurstrandar NBA deildarinnar með 3 stigum, 112-109. Heat því komnir í vænlega stöðu, en þeir geta með sigri í næsta leik unnið austrið og keppt til úrslita um NBA titilinn gegn annaðhvort Los Angeles Lakers eða Denver Nuggets.
Fyrri hálfleikur leiksins var nokkuð jafn, en Heat voru þó oftar en ekki skrefinu á undan. Þökk sé góðum kafla þeirra undir lok annars leikhlutans fóru þeir með 6 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 50-44.
Í upphafi seinni hálfleiksins náðu Heat svo að leika sinn besta kafla í leiknum, þar sem að munur þeirra fór mest í 12 stig um miðbygg þriðja leikhlutans. Hægt og bítandi náðu Celtics þó að vinna það niður og þegar um fjórar mínútur voru búnar af fjórða leikhlutanum komust þeir aftur yfir með einu stigi. Heat settu fótinn þá aftur á bensíngjöfina og náðu að halda sér 3-8 stigum fyrir ofan Celtics á lokakaflanum, 112-109 niðurstaðan.
Atkvæðamestur Heat manna var nýliðinn Tyler Herro, en hann skoraði 37 stig og tók 6 fráköst á rúmum 35 mínútum spiluðum í leiknum. Er hann þar með orðinn yngsti leikmaður sögunnar sem skorar yfir 30 stig af bekknum í úrslitakeppninni, en stigin eru einnig þau næst mestu sem leikmaður 20 ára eða yngri skorar í leik í úrslitakeppni. Met Magic Johnson frá árinu 1980, 42 stig, stendur ennþá. Fyrir Celtics var það Jayson Tatum sem dróg vagninn með 28 stigum og 9 fráköstum.
Næsti leikur liðanna fer fram á föstudaginn.