spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSocial Chameleon #16 - Daniela Wallen um ferðalagið frá Caracas til Keflavíkur,...

Social Chameleon #16 – Daniela Wallen um ferðalagið frá Caracas til Keflavíkur, suðuramerískan körfubolta og frægð á Tik-Tok

Dominykas Milka ræðir við leikmann Keflavíkur í Subway deild kvenna Daniela Wallen Morillo um ferðalag hennar frá Caracas í Venusúela til Keflavíkur, en áður en hún kom til Keflavíkur hafði hún leikið sem atvinnumaður í Ástralíu, Finnlandi, Svíþjóð og í bandaríska háskólaboltanum.

Daniela kom fyrst til Keflavíkur fyrir tímabilið 2019-20 og er því á sínu þriðja með félaginu. Hefur hún allar götur síðan hún kom verið einn af betri leikmönnum deildarinnar. Það sem af er tímabili er hún að skila 21 stigi, 14 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik, en hún leiðir deildina í framlagi með 30 framlagsstig að meðaltali.

Listen on Apple Podcasts

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.

Fréttir
- Auglýsing -