Dominykas Milka ræðir við leikmann Keflavíkur Jaka Brodnik um hvernig það hafi verið að alast upp í slóvenskum körfubolta, erfiðleika á fyrstu árum atvinnumennsku, ferðalag vestur um haf í sumardeild NBA deildarinnar, hvernig hann hafi endað á Íslandi og margt fleira.
Jaka kom upphaflega til Íslands til Þórs í nóvember 2018. Þaðan fór hann til Tindastóls og var með þeim frá 2019 til 2021 áður en hann kom til Keflavíkur fyrir þetta tímabil. Fyrir landslið sitt í Slóveníu lék Jaka á sínum tíma með öllum yngri landsliðum og seinna a landsliðinu, en Slóvenía er ein sterkasta körfuboltaþjóð í heiminum um þessar mundir, samkvæmt heimslista í 4. sæti og innan Evrópu aðeins fyrir aftan Spán.
Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.
Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.
Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.
Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.