Gísli Þórarinn Hallsson hefur samið við Sindra fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Samkvæmt tilkynningu félagsins mun hann verða leikmaður þeirra ásamt því að vera nýjum þjálfara þeirra Nebojsa Knezevic til aðstoðar.
Gísli er 24 ára bakvörður sem er að upplagi úr Sindra, en síðustu ár hefur hann leikið fyrir Hött á Egilsstöðum. Á síðustu leiktíð lék hann 26 leiki með Hetti og skilaði á þeim 5 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik í efstu deild.
Mynd / Sindri