spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSnorri Vignis: Auðvitað erum við ekki sammála 12. sæti

Snorri Vignis: Auðvitað erum við ekki sammála 12. sæti

Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Við byrjum á Breiðablik.

Breiðablik

Blikarnir eru aftur mættir í efstu deild eftir átta ára fjarveru. Liðið vann úrslitakeppni 1. deildar á síðustu leiktíð eftir gott einvígi við Hamar. Unglingaflokkur liðsins varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og því ljóst að það búa hæfileikar í þessu liði.

Spá KKÍ: 12. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 3. sæti í 1. deild

Þjálfari liðsins: Pétur Ingvarsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Snorri Vignisson. Loksins fáum við að sjá þennan skemmtilega leikmann í efstu deild. Leikmaður sem hefur verið í yngri landsliðum Íslands síðustu ár og verður gaman að sjá leika á stóra sviðinu

Komnir og farnir: 

Komnir:

Snorri Hrafnkelsson frá Þór Þ

Pétur Ingvarsson frá Hamri (þjálfari)

Arnór Hermannsson frá KR

Hilmar Pétursson frá Haukum

Bjarni Geir Gunnarsson frá Stjörnunni

Þorsteinn Finnbogason frá Grindavík

Þorgeir Freyr Gíslason frá Hamri

Christian Coville frá Snæfell

Farnir:

Jeremy Smith til Newcastle Eagles (Bretland)

Chris Woods til USA

Viðtal við Snorra Vignisson um komandi tímabil:

Fréttir
- Auglýsing -