spot_img
HomeFréttirSnorri og Einar ráðnir til KKÍ

Snorri og Einar ráðnir til KKÍ

Breytingar verða á skrifstofu KKÍ í sumar en þeir Stefán Þór Borgþórsson og Árni Eggert Harðarson láta af störfum. Stöður þeirra voru auglýstar í mars og sóttu um 40 manns um stöðurnar tvær.

Þeir Snorri Örn Arnaldsson og Einar Viðarsson hafa verið ráðnir til starfa. Þeir munu hefja störf 1. ágúst en munu taka þátt vinnu í tengslum við undirbúning og skipulagningu næsta keppnistímabils með núverandi starfsmönnum sem og stjórn og nefndum KKÍ.

Á heimasíðu KKÍ segir um þá félaga:

Snorri Örn Arnaldsson
Snorri útskrifaðist sem viðskiptafræðingur 2004 og stundar núna meistaranám í íþróttafræði meðfram vinnu. Hann hefur starfað sem fjármálastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri frá 2013. Snorri hefur lengi verið viðloðandi körfuboltahreyfinguna og lengst af sem þjálfari, en hann sat í stjórn KKÍ 2003-2004 og 2006-2008. Hann hefur þjálfað yngri landslið sambandsins, sinnt ótal nefndarstörfum fyrir KKÍ og farið sem fararstjóri með yngri landsliðum.

Einar Viðarsson
Einar lauk B.ed. prófi frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað frá árinu 2001 sem grunnskólakennari við Grundaskóla á Akranesi. Á þeim tíma hefur hann sinnt ýmsum störfum innan skólans en lengst af hefur hann starfað sem umsjónarkennari við unglingadeild. Einar er mikill áhugamaður um íþróttir og listir. Hann starfaði um nokkurra ára skeið innan Knattspyrnufélags ÍA og þá hefur hann komið að mörgum uppsetningum leikverka og stjórnun ýmissa viðburða.

Fréttir
- Auglýsing -