spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSnorri líklega ekki meira með á tímabilinu

Snorri líklega ekki meira með á tímabilinu

Blikar urðu fyrir nokkru áfalli á dögunum þegar ljóst varð að Snorri Hrafnkelsson myndi að öllum líkindum ekki leika meira með liðinu á tímabilinu. Þetta staðfesti Pétur Ingvarsson þjálfari liðsins í samtali við Körfuna á dögunum.

“Hann fékk höfuðhögg og heilahristing í þriðja skiptið. Ég á ekki von á því að hann verði meira með á þessu tímabili. Hans bati er í ágætis horfi en þá aðallega upp á það að takast á við daglegt líf frekar en að taka þátt í körfubolta.” sagði Pétur á dögunum.

Síðasti leikur Snorra með Blikum var gegn Þór Þ þann 15. nóvember síðastliðinn en hann kom einmitt til liðs við Breiðablik frá Þór Þ fyrir tímabilið. Snorri var með 13,3 stig og 4,1 frákast að meðaltali í þeim 7 leikjum sem hann lék og því mikill missir fyrir Blika sem sitja í neðsta sæti deildarinnar.

Breiðablik mætir ÍR í 14. umferð Dominos deildar karla í kvöld í Smáranum.

Fréttir
- Auglýsing -