spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSnorri: Liðsheildin á þennan sigur

Snorri: Liðsheildin á þennan sigur

Breiðablik sigraði Skallagrím fyrr í kvöld í fyrsta leik 5. umferðar Dominos deildar karla. Leikurinn sá fyrsti sem Blikar sigra í vetur, en þeir höfðu fram að leik kvöldsins tapað fyrir Haukum, ÍR, Stjörnunni og Grindavík.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við leikmann Breiðabliks, Snorra Hrafnkelsson, eftir leik í Smáranum.

Snorri hefur spilað mjög vel fyrir Blika í vetur eins og Blikaliðið í heild þrátt fyrir að fyrstu stigin hafi ekki komið fyrr en í kvöld:

Mér langar til að byrja á því að hrósa þér fyrir frábæra frammistöðu það sem af er, þú hefur verið að spila gríðarlega vel. Það hefur ekki verið rætt og ritað mikið um það.

Já þakka þér fyrir. Ætli það sé ekki þannig að þegar menn vinna þá fá þeir frekar umfjöllun?

Ég man ekki til þess að þú hafir mikið verið að raða þristum fyrr en núna á þessu tímabili?

Neinei, þetta er nýtt! Ég hef verið að vinna í þessu í nokkur ár og nú er bara komið að því einhvern veginn. Pétur tók mig til hliðar í byrjun sumars og hótaði því að ég fengi ekki að spila ef ég myndi ekki skjóta þegar ég væri opinn fyrir utan þriggja stiga línuna.

Þú virðist líka vera í toppstandi og ert einnig að skila vel undir körfunni.

Jájá, við æfðum eins og brjálæðingar í allt sumar og við ætluðum auðvitað að ná í okkar fyrsta sigur fyrr en við náðum því í október og vonandi verður nóvember betri.

Einmitt, en hvað skóp sigurinn í þessum leik í kvöld?

Við vorum bara margir sem vorum að leggja í púkkið. Liðsheildin á þennan sigur, við vorum 4-5 með yfir 10 stig og Kaninn með rúm 20. Það skiptir máli að það sé ógn í öllum.

Jájá, og það hlýtur að vera léttir að vera búnir að sækja fyrstu stigin?

Já að sjálfsögðu. Við vissum alltaf að þetta væri að koma, við höfum verið inn í öllum leikjum sem við höfum spilað.

 

Viðtal / Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -