Steven Adams hinn stóri og stæðilegi leikmaður Oklahoma City Thunder mun í framtíðinni væntanlega passa sig betur í viðtölum en í nótt eftir fyrsta leik Thunder gegn Warriors sagði Adams aðspurður um hversu erfitt það væri að elta bakverði Golden State Warriors valdi hann að segja að þeir væru ansi snöggir litlir apar. Þessi orð fóru fyrir brjóstið á mörgum og Adams var snöggur til í öðru viðtali að afsaka þessi orð sín. "Þessi orð mín voru illa valin, ég var ekki að hugsa skýrt og ég afsaka þetta af öllu mínu hjarta. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að móðga neinn." sagði Adams í viðtali vestra hafs.
Adams sem kemur frá Nýja Sjálandi og sagði að orðalagið í heimalandinu væri vissulega allt öðruvísi en í Bandaríkjunum. "Ég er enn að finna út hvað og hvernig sé hægt að orða hlutina og þetta getur verið allt öðruvísi túlkað eftir því í hvaða landi þú ert. Maður þarf að finna sér línu en í kvöld fór ég vissulega langt yfir hana og ég harma það." sagði Adams auðmjúkur.
Steven Adams chooses the wrong words to describe the Warriors' guards. "They're quick little monkeys," he says. pic.twitter.com/ss5DbHilqD
— Kenny Ducey (@KennyDucey) May 17, 2016