spot_img
HomeFréttirSnobbarar sigruðu á Heldrimannamóti

Snobbarar sigruðu á Heldrimannamóti

12:04

{mosimage}

Eitt af liðum Skotfélags Akureyrar sem tók þátt í mótinu í fyrra.

 

Enn og aftur fóru Snobbararnir með sigur af hólmi á Heldirmannamóti Þórs.

 

Í febrúar fór fram hið árlega Heldrimannamót Þórs í körfubolta þar sem menn og konur, sem komin eru í ,,fullorðins” mannatölu rifjuðu upp ,,gamla” takta. Að þessu sinni mættu 5 karlalið og 2 kvennalið til leiks, eða 40 sverir karlar og 16 spengilegar konur eins og einn aðstandenda mótsins orðaði það. Liðin sem mættu til leiks að þessu sinni komu frá Akureyri og Sauðárkróki.

 

Yngsti keppandinn af því er næst verður komist var 30 ára en sá elsti um 52. ára.

Meðal þekktust leikmanna sem þátt tóku í mótinu má nefna menn eins og Konráð Óskarsson, Eirík Sigurðsson ásamt Hrafni Kristjánssyni þjálfara Þórs.

Rétt eins og hin fyrri ár var það lið Snobbarana sem fór með sigur af hólmi og virðist það ætla verða þrautin þyngri að ná titlinum úr þeirra höndum.

1. sæti Sobbarar.

2. sæti Skotfélag a.

3. sæti Molduxar.

Í kvennaboltanum unnu Trillurnar – Stjörnuliðið 26 -14.

Annars voru úrslit úr einstökum leikjum eins og hér segir.

Snobbarar – Framtíðin 72 -33

Snobbarar – Skotfélag b 61 -31

Skotfélag a – Framtíðin 57 – 27

Skotfélag b – Framtíðin 45 – 43

Molduxar – Molduxar 38 – 80

Skotfélag a – Skotfélag b 40 – 27

Molduxar – Framtíðin 54 – 46

Skotfélag b – Molduxar 32 – 42

Snobbarar – Skotfélag a 58 – 41

Strax að móti loknu var haldin heljar pizzuveisla. Um kvöldið var svo farið í mikinn vísindaleiðangur sem stóð fram eftir nóttu hjá þeim allhörðustu.

Aðstandendur mótsins vilja svo koma fram þakklæti til þeirra sem að lögðu hönd á plóginn, sem og þátttakendum sem tóku þátt að þessu sinni.

 

www.thorsport.is

 

Mynd: www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -