spot_img
HomeFréttirSnjólfur og Yellow Jackets tryggðu sér farmiða í undanúrslitin

Snjólfur og Yellow Jackets tryggðu sér farmiða í undanúrslitin

Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets eru komnir í undanúrslit úrslitakeppni RMAC deildarinnar eftir sigur á Fort Lewis College í gærkvöldi, 75-67. Úrslitakeppnin er útsláttarkeppni, þar sem aðeins einn sigur þarf til þess að fara áfram, en í næstu umferð mæta þeir Colorado School of Mines komandi föstudag 5. mars.

Á16 mínútum spiluðum í leiknum hafði Snjólfur frekar hægt um sig í stigaskorun, en hann skilaði tveimur fráköstum og stoðsendingu í leiknum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -