spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSnjólfur Marel í háskólaboltann "Liðið nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu í kringum...

Snjólfur Marel í háskólaboltann “Liðið nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu í kringum sig svo það svipar mikið til Njarðvíkur”

Njarðvíkingurinn Snjólfur Marel Stefánsson mun næstu fjögur árin leika með Black Hills State University í bandaríska háskólaboltanum. Snjólfur, sem er 21. árs hefur leikið upp alla yngri flokka Njarðvíkur, sem og með yngri landsliðum Íslands. Þá hefur hann einnig leikið með meistaraflokk félagsins, sem og var hann hjá Selfossi í eitt tímabil í fyrstu deildinni.

Black Hills leikur í annarri deild háskólaboltans, nánar tiltekið í Rocky Mountain deildinni.

Í viðtali við vefmiðil umfn.is sagði Snjólfur þetta frábært tækifæri til þess að bæta sig og var hann mjög þakklátur að eiga möguleika á að prófa þetta. Sagði hann samfélagið úti í Spearfish í Suður Dakóta fylki einnig svipa mikið til Njarðvíkur að því leyti hvað þeir sýndu liðinu mikinn stuðning. Viðtalið í heild má lesa hér.

Fréttir
- Auglýsing -