23:23
{mosimage}
Þeir eru margir körfuknattleiksmennirnir sem passa ekki endilega inn í lið en eru engu að síður ruddalegir körfuboltamenn. Þá erum við yfirleitt að ræða um háloftafugla eða dripplsérfræðinga.
Frægur er hann Hot Sauce orðinn sem túrað hefur um heim allan og sjá má á hinum ýmsu AND 1 myndböndum og sýningarkeppnum sem haldnar eru í Bandaríkjunum.
Nú er búið að setja saman myndband af einum dripplsérfræðing en þessi leikur listir sínar á Bretlandi sem þykir nokkuð óvenjulegt þar sem kappar á borð við hann koma flestir frá Bandaríkjunum. Þessi kallar sig CON-MAN og skal engan undra.
Með því að smella á hlekkinn hér að neðan er hægt að sjá hvar þessi ungi Breti leikur listir sínar og ökklabrýtur varnarmenn með ótrúlegum gabbhreyfingum:
http://www.metacafe.com/watch/278741/extreme_streetball/