spot_img
HomeFréttirSnæfellingar með sterkan sigur heima

Snæfellingar með sterkan sigur heima

Snæfellingar byrjuðu sterkt þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í Dominosdeild karla. Skagfirðingar mættu með nýjan þjálfara Jou Costa upp á arminn. Sigurður, Austin og Sherrod settu allir þrista til að byrja með og virkuðu vel heitir. Snæfellsmenn komust í 11-4 og voru að spila góðan varnarleik sem skilaði svo stigum hinumegin. Það var ekki mikið sem rak á fjörur Tindastólsmanna sem gaf þeim annað en að elta Snæfellinga í fyrsta hluta. Það var svo rétt undir lokin að Snæfell sáttu aðeins erfitt uppdráttar gegn svæðisvörn gestanna og fyrsta hluta lauk 31-24.

 

Tindastóll jafnaði 31-31 með hörkuvörn og brutu upp leik Snæfells sem voru farnir að hafa það náðugt í leik sínum. Snæfellingar settu sig í gírinn og hertu á og náðu að taka á móti þessu áhlaupi eins og menn en þeir áttu næstu sveiflu og leiddu 40-35. Snæfellingar sigu hægt í fyrra forskot í leiknum og litu vel út að eftir að hafa fengið á sig áður nefnt áhlaup. Tindastólsmenn voru að hirða mikið af sóknarfráköstum og voru búnir að taka 11 slík í fyrri hálfleik og fengið eitthvað af öðrum tækifærum í sóknum sínum sem nýttust illa. Staðan var 10 stig þegar síðasta mínútan var um það bil að byrja að telja niður í fyrri hálfleik 50-40.

 

Staðan í hálfleik 52-43 og Sherood Wright með 19 stig fyrir Snæfell, Austin 13 stig og Sigurður 11 stig. Hjá Tindastól var Jerome Hill kominn með 15 stig og 9 fráköst. Darrell Flake 8 stig og Helgi Rafn 7 stig.

 

Tindastólsmenn reynda að koma með stuð í upphaf seinni hálfleiks en stemmingin var Snæfellsmegin og þeir héldu fenginni forystu þrátt fyrir harðar áhlaupsaðgerðir gestanna. Það var kominn mikill hiti í menn og húsið undir lok þriðja hluta en Snæfell leiddi 72-62 þegar mínúta lifði þriðja fjórðungs og svo 72-65 í lok hans.
Gestirnir sóttu á í upphafi fjórða fjórðungs og náðu muninum niður í þrjú stig 76-73, Óli Ragnar sá til þess að Snæfell réru aðeins frá aftur með þrist 80-73. Stefán Karel fór út af með 5 villur og Sherrod var með fjórar um miðjan hlutan og þurfti að passa sig og staðan var 83-77. Arnþór Freyr kom með miklvægan þrist 83-81 en Darrel Flake fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Snæfell rúlluðu af stað 89-83 þegar tvær mínútur voru eftir. Staðan var 92-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en Austin breytti því í 94-91 þegar 16 sekúndur voru eftir. Það var mikill darraðardans í lokin en Snæfellingar náðu að klára leikinn 94-91 bygga þar með ofan á góðan leik sinn frá síðasta heimaleik.

 

Stigahæstir Snæfells voru Sherrod Wright og Austin Bracey með 24 stig hvor og Sigurður Þorvaldsson með 17 stig. Stefán Karel var einkar sterkur með 13 stig og 8 fráköst. Jerome Hill var í sérflokki með 24 stig og 16 fráköst fyrir Tindastól og Darrell Flake var með 17 stig og sýndi að hann er algjör lykilmaður í liðinu þegar á reynir.

 

Símon B Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -