13:30
{mosimage}
Snæfell komst í 3.-4. sætið í Iceland Express-deild karla með sigri á Þór Þ. í gærkvöldi, 80-76. Magni Hafsteinsson var bestur heimamanna með 20 stig og 6 fráköst. Hjá gestunum var Bol Johnston bestur en hann skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Snæfell hóf leikinn af krafti og komst í 11-0. Eftir það var Þór ávallt að elta og Geof Kotila gat leyft sér að leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig.
Bol Johnston hélt Þór inní leiknum í seinni hálfleik og Óskar Þórðarson skoraði mikilvægar körfur en allt kom fyrir ekki og Snæfell vann mikilvægan sigur á heimavelli.
Tölfræði leiksins
mynd: [email protected]