06:00
{mosimage}
Í kvöld tóku Breiðablik á móti Snæfelli í 1. deild kvenna. Leiknum lauk með stórsigri Snæfellsstúlkna 48-81.
Snæfellsstúlkur tóku strax leikinn í sínar hendur og staðan eftir fyrsta leikhluta var 10-19 þeim í vil. Í öðrum leikhluta juku þær forystu sína og þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik var staðan. 22-44. Að loknum þriðja leikhluta var staðan 36-65 og gestirnir í raun búnir að gera út um leikinn en honum lauk 48-81.
Stigahæstar í liði Snæfells voru Gunnhildur Gunnarsdóttir með 18 stig og þær Auður Kjartansdóttir, Helga Björgvinsdóttir og Sara Sædal voru næstar allar með 8 stig.
Hjá Blikastúlkum var Sigríður Antonsdóttir stigahæst með 13 stig og systurnar Gunnhildur og Ragnheiður Theodórsdætur voru með 12 stig hvor.
mynd: [email protected]
Gunnhildur Theodórsdótir