spot_img
HomeFréttirSnæfell unnu sannfærandi sigur á Hamri

Snæfell unnu sannfærandi sigur á Hamri

Síðast þegar að liðin mættust í Stykkishólmi sigruðu heimastúlkur mjög örugglega, en núna voru Hamarsstúlkur mættar með nýjan bandarískan leikmann Alexandra Ford að nafni.  Hamarsstúlkur náðu ekki að stríða Íslandsmeisturum Snæfells og lokatökur 88-36 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41-14.  Stigahæst í liði Snæfells var Haiden Palmer með 17 stig á 19 mínútum en hjá Hamar var Alexandra Ford stigahæst með 15 stig þar af 3 þriggja stiga körfur.

 

Snæfell gerðu í raun og veru út um leikinn strax í byrjun og náðu 17-0 forystu.  Hamarsstúlkr runnu út á skotklukku og eða settu upp þvinguð skot sem Snæfell átu upp.  Níu leikmenn heimastúlkna sáu gólfið og  var Bryndís Guðmunds stigahæst með 7 stig fyrir Snæfell en Nína Jenný og Alexandra voru með sitthvor 3 stigin fyrir Hamar, staðan 21-6.

 

Í öðrum leikhluta rúlluðu báðir þjálfarar á öllum sínum leikmönnum en Snæfell hófu annan leikhlutann líkt og þær byrjuðu leikinn en núna með 15-0 áhlaupi, staðan 36-6.  Ali Ford sýndi að hún er góð skytta ef hún fær smá pláss og setti niður tvo af sínum þreimur þriggja stiga körfum í leiknum og staðan í hálfleik var 41-14 fyrir heimastúlkur.  Í hálfleik Voru þær Haiden og Bryndís með 9 stig hvor og Ali Ford einnig með 9 fyrir Hamar.

 

Hamarsstúlkur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu sex stigin en 10-0 kafli heimastúlkna slökkti allar vonir Hamar að minnka muninn enn meira. Rebekka Rán smellti niður þremur þristum á stuttum tíma og staðan eftir þrjá leikhluta 66-28.

 

Í fjórða leikhluta héldu Snæfell að bæta við forystuna og sýndi fyrirliðinn Gunnhildur Gunnars skemmtilega takta sem og aðrir leikmenn liðsins.  Hamarsstúlkur sem léku án fyrirliða sins Írisar Ásgeirsdóttur sáu aldrei til solar í leiknum í kvöld, leikurinn var aldrei spennandi eða eitthvað fyrir augað.  Lokatölur 88-36 einsog áður segir og Snæfell áfram einum leik á eftir Haukum í öðru sæti. Hamarsstúlkur sitja á botninum með einn sigur.

 

Snæfell mætir næst Stjörnunni í Garðabæ næstkomandi laugardag klukkan 16:30 en Hamar leika á heimavelli  næstkomandi laugardag klukkan 13:00 gegn Keflavík en gegn þeim er þeirra eini sigurleikur.

 

Þær Erna Hákonardóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru á bekknum í kvöld hjá Snæfell en þær eignuðust sín fyrstu börn fyrr í vetur og eru að koma sér í stand.

 

Myndasafn: Eyþór Benediktsson

 

Snæfell-Hamar 88-36 (21-6, 20-8, 25-14, 22-8)
Snæfell: Haiden Denise Palmer 17/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 16/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/5 fráköst/5 stolnir, María Björnsdóttir 11/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/9 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4/5 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 3, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/5 fráköst, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0. 
Hamar: Alexandra Ford 15, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Erika Mjöll Jónsdóttir 0, Vilborg Óttarsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0. 

Fréttir
- Auglýsing -