spot_img
HomeFréttirSnæfell tryggði sinn annan sigur með sigurkörfu á lokasekúndunni

Snæfell tryggði sinn annan sigur með sigurkörfu á lokasekúndunni

Snæfell sótti sinn annan sigur í deildinni í vetur þegar þær heimsótt Val að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Domino's deildar kvenna. Valskonur bíða nú enn eftir sínum fyrsta sigri í deildinni í vetur og sitja á botni hennar. Leikurinn var nokkuð jafn frá upphafi til enda og réðust úrslit hans ekki fyrr en á lokasekúndunni þegar Andrea Björt Ólafsdóttir setti niður tvö fyrir Snæfell og tryggði þeim sigur, 59-61. 

Þáttaskil

Snæfellsstúlkur voru alltaf skrefinu á undan framan af leiknum en rétt fyrir miðjan þriðja leikhluta varð viðsnúningur í leik Valskvenna, þær hertu á varnarleiknum, sóttu sóknarfráköstin og voru ákveðnari í sóknarleiknum. Þrátt fyrir leikhlé Inga Þórs, þá náðu Snæfellstúlkur ekki að bregðast við aukinni ákefð Valsstúlkna sem komust yfir í fyrsta skipti í leiknum rétt um miðjan leikhlutann með körfu frá Miu Loyd. Valsstúlkur byggðu upp 8 stiga forskot í leikhlutanum og virtist Snæfellingum meinað að koma boltanum ofan í körfuna á tímabili þrátt fyrir að fá opin færi. Þegar innan við mínúta var eftir af þriðja leikhluta tók Taylor nokkur Brown málin í sínar hendur, byrjaði á að setja niður tvö víti fyrir Snæfell, stal síðan boltanum í tvígang og bætti við fjórum stigum til viðbótar. Munurinn á liðunum var því ekki nema 2 stig fyrir lokafjórðunginn.

Tölfræðin lýgur ekki

Þrátt fyrir sigur í kvöld þá var Snæfell bæði með slakari heildarskotnýtingu og tók færri fráköst en Valur. 25 tapaðir boltar hjá Valsliðinu á móti 13 töpuðum boltum hjá Snæfell skilur liðin að og skipar mikilvægt hlutverk í sigri gestanna í kvöld.

Hetjan

Andrea Björt Ólafsdóttir setti niður tvö risastór stig á lokasekúndu leiksins og tryggði þar með Snæfelli sinn annan sigur í deildinni í vetur en sóknarfrákast Helgu Hjördísar Björgvinsdóttur nokkrum sekúndum áður var þó ekki síður mikilvægt. 

Kjarninn

Þrátt fyrir að missa dampinn aðeins í þriðja leikhluta, þá gáfust gestirnir úr Stykkishólmi ekki upp og börðust allan tímann. Snemma í fjórða leikhluta voru Snæfellingar búnir að missa tvo lykilleikmenn útaf með fimm villur, þær Gunnhildi Gunnarsdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur, en aðrir leikmenn fylltu í skarðið og sigldu í höfn tveimur stigum.

Tölfræði leiks  

Myndasafn (Torfi Magnússon)

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -