Snæfell og Valur mættust í annað sinn á innan við fjórum dögum í Stykkishólmi en núna í 16 liða úrslitum Poweradebikar kvenna. Signý Hermannsdóttir var komin í búning hjá Val.
Liðin skiptust á að skora og þreifingar í vörninni en Valur prófað sömu pressu og í síðasta leik með lakari árangri nú og en staðan var orðin 8-8 þegar Snæfell voru með beittari vörn og hraðari sóknir sem gáfu þeim forskot í 17-8. Þegar líða tók á leikhlutann færðust Valsstúlkur nær og náðu að jafna 17-17 þar sem margar klaufalegar sóknir Snæfells fóru í hendur í einbeittari vörn Vals og leikurinn kaflaskiptur fyrsta hlutann enValur hafði þó yfir 17-22 í lok hans og náði að skora 14-0 á heimastúlkur.
Það var eins og lúðuveiðibannið væri komið í körfu Snæfells því engin stig var að fá úr netinu í dágóðann tíma. Valsstúlkur voru komnar með forystuna 17-24 en Hildur Sigurðar smellti þá þremur til og eftir skoraða körfu og víti var staðan 23-26 og hellings leikur í gangi. Snæfell átti snara innkomu og komust úr 23-29 í 38-29 með þristum frá Helgu Hjördísi sem var skoraði 8 í röð og stal boltum og Hildi Björgu meðal annars og lúðuveiðibanninu gefið langt nef. Snæfell komst í 46-36 áður flautað var í hálfleikinn tók annan hluta í sínar hendur 29-13 og lítið gekk Valsstúlkum í hag þrátt fyrir ákveðin skilaboð frá Ágústi í leikhléum.
Í hálfleik hjá Snæfelli var hafði Helga Hjördís látið mikið að sér kveða með 11 stig eins og Kieraah Marlow sem bætti við 8 fráköstum, Hildur Björg kom svo með 10 syig og Hidur Sig 9 og 6 fráköst. Í liði Vals var Kristrún Sigrjóns heitust með 13 stig en Lacey Simpson kom henni næst með 6 stig. Berglind Karen og Þórunn Bjarnadóttir höfðu svo smellt 5 stigum hvor.
Snæfell hélt sér 10 stigum yfir þrátt fyrir að Valur reyndi að sækja fast á þær og mikil stemming skapaðist Valsmegin um tíma en þær náðu ekki að nýta sér og Snæfell hélt sér framan við Val 59-47 og Lacey Simpson hafði fengið dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Liðin skiptust á að skora mikið til og þriðji hlut jafn og hressandi og staðan 61-53 þegar honum lauk.
Fjórði hluti var framan af líkt og þriðji, liðin skipulögð og fóru engu óðslega og staðan 69-58 fyrir Snæfelli undir miðjan hlutann. María Ben, Unnur Lára og Melissa sóttu í sig veðrið hjá Val en hjá Snæfelli voru Alda, Hildur, Hildur og Helga að spila einkar vel líkt og allar sem komu inná. Alda Leif setti þrist á einkar mikilvægu augnabliki og kom Snæfelli í 74-62 en Valur gerði orrahtíð að Snæfelli sem stóðust álagið og staðan 77-67 þegar 1:30 voru eftir.
Þegar 18 sekúndur voru eftir höfðu Valur sótt gríðalega á og á og voru komnar tveimur stigum undir 77-75 og allt opið undir lokin. Valsstúlkur brutu á Hildi og setti hún bæði niður 79-75 þegar 13 sek voru eftir. Valsstúlkur hentu boltanum útaf í næstu sókn og brutu á Öldu Leif í kjölfarið sem skilaði sínum stigum niður tók þetta heim og Snæfell sigraði leikinn 81-75 og eru komnar áfram í 8 liða úrslit.
Snæfell: Alda Leif 21/5. Helga Hjördís 17/6 frák/3 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 16/7 frák/8 stoðs. Kieraah Marlow 15/12 frák. Hildur Björg 10/6 frák. Björg Guðrún 2/3 frák. Ellen Alfa 0. Berglind Gunnars 0. Aníta Rún 0. Sara Mjöll 0. Rósa Kristín 0.
Valur: Kristrún Sigrjónsdóttir 22/5 frák. María Ben 15/4 frák. Melissa Leichlitner 10/3 frák/5 stoðs. Unnur Lára 7/3frák. Lacey Katrice Simpson 6/3 frák. Þórunn Bjarnadóttir 5/6 frák. Berglind Karen 5. Guðbjörg Sverrrisdóttir 3/3 frák. Signý Hermannsdóttir 2/3 frák/4 stoðs. María 0. Hallveig 0. Ragnheiður 0.
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín