spot_img
HomeFréttirSnæfell síðasta liðið inn í 16 liða úrslit

Snæfell síðasta liðið inn í 16 liða úrslit

Þá er 32 liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla lokið og varð Snæfell síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn inn í 16 liða úrslitin en á morgun verður dregið um hvaða 16 lið mætist í næstu umferð.
 
Snæfell lagði Val í Vodafonehöllinni í kvöld, 77-95. Jón Ólafur Jónsson datt í gírinn í liði Hólmara með 33 stig og 8 fráköst og Quincy Hankins-Cole bætti við 22 stigum og 8 fráköstum. Hjá Valsmönnum var Garrison Johnson með 24 stig og Igor Tratnik bætti við 17 stigum og 17 fráköstum.
 
Liðin sem skipa 16 liða úrslitin:
 
Snæfell
Fjölnir
Tindastóll
Keflavík
KR
Grindavík
Njarðvík
Hamar
Stjarnan
KFÍ
Breiðablik
Þór Akureyri
Njarðvík b
Höttur
Skallagrímur
Þór Þorlákshöfn
 
Mynd/Úr safni: Þorsteinn Eyþórsson Jón Ólafur Jónsson fann taktinn í Vodafonehöllinni í kvöld.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -