spot_img
HomeFréttirSnæfell setti þriggja stiga met á leiktíðinni í gær

Snæfell setti þriggja stiga met á leiktíðinni í gær

Hólmarar voru sjóðandi í gær þegar þeir völtuðu yfir KR í fjórðu umferð Domino´s deildar karla. Reyndar höfðu þeir einnig verið fórnarlömb skotmaskínunnar í Grindavík þegar Íslandsmeistarararnir settu á þá 15 þrista í 110-102 sigri í Röstinni þann 11. október síðastliðinn. Hólmarar tóku sig til í gær og settu jafn marga þrista með betri nýtingu!
 
Snæfell sallaði niður 15 þristum líkt og Grindavík en gulir voru með 45% nýtingu gegn Snæfell þann 11. október síðastliðinn, 15 af 33 en í gær setti Snæfell niður 15 af 31 þriggja stiga skoti og voru því með 48% nýtingu og met þessa leiktíðina, flestir þristar í einum leik og með betri nýtingu en Grindavík.
 
Þá verður það að teljast athyglisvert að á næstum því 31 mínútu klikkaði Jón Ólafur Jónsson ekki á einu einasta skoti, allir fimm þristarnir lágu niðri. Öll fimm teigskotin rötuðu rétta leið og bæði vítin. Við þessu bætti kappinn svo 5 fráköstum og 2 stoðsendingum.
  
Fréttir
- Auglýsing -