spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSnæfell semur við króatíska landsliðskonu

Snæfell semur við króatíska landsliðskonu

Snæfell heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir komandi leiktíð í Dominos deild kvenna en Katarina Matijevic hefur skrifað undir samning við félagið. Þetta kemur fram á facebook síðu umboðsmanns hennar, Sigurðar Hjörleifssonar. 

 

Katarina er frá Króatíu, fædd árið 1995 og er kraftmikill framherji eða miðherji. Hún lék með yngri landsliðum Króatíu og hefur spilað í efstu deild á Króatíu og Austurríki. Katarina var með 6.0 stig og 5,3 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð í Króatíu. 

 

Nokkrar breytingar eru á liði Snæfells en stærstar þær að Ingi Þór Steinþórsson verður ekki áfram við stjórnvölin í Stykkishólmi. Baldur Þorleifsson sem hefur verið Inga til aðstoðar síðustu ár mun taka við liðinu. Kristen McCarthy verður áfram með liðinu auk þess sem flestir lykilmenn liðsins hafa endurnýjað samninga sína.

 

Fréttir
- Auglýsing -