spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSnæfell og Skallagrímur með sigra á Norðurálsmótinu

Snæfell og Skallagrímur með sigra á Norðurálsmótinu

Norðurálsmót Skallagríms er haldið í Borgarnesi í dag og á morgun. Um er að ræða svokallað hraðmót þar sem spilaðar eru 4×10 mínútur en leiktími aðeins stoppaður í vítaskotum, leikhléum og síðustu 2 mínúturnar í 4. leikhluta.

Fjögur lið mættu til leiks, ásamt heimakonum mætti lið Fjölnis, ÍR og Snæfells úr Stykkishólmi.

Í fyrri leik dagsins sigruðu heimakonur í Skallagrími lið ÍR nokkuð örugglega, 76-29. Breasha Blair var atkvæðamest fyrir Skallagrím með 22 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar á meðan að Nína Jenný Kristjánsdóttir dróg vagninn fyrir ÍR með 9 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Í seinni leik kvöldsins lagði Snæfell lið Fjölnis, 83-37. Katarina Matijosie atkvæðamest fyrir Snæfell með 9 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Fjölni var það Alexandra Petersen með 12 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Mótið heldur svo áfram á morgun, en dagskrá er hægt að sjá hér fyrir neðan:
Kl:11.15 Skallagrímur – Fjölnir.
Kl:12.45 ÍR – Snæfell.
Kl:14.30 ÍR – Fjölnir.
Kl:16.00 Skallagrímur – Snæfell.

 

 

Ert þú með úrslit úr æfingaleik? Endilega sendu okkur línu á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -