6:20
{mosimage}
Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur með 16 stig
Snæfell sigraði Skallagrím í æfingaleik í gærkvöldi 95-70. Á vef Stykkishólmspóstsins er sagt frá leiknum og látum við þá lýsingum fylgja með.
Skallagrímsmenn voru eins og áður sagði mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en þegar liðin komu til leiks í seinni hálfleik þá snerist dæmið við. Snæfell tók 3.leikhlutann 32-12 og var því með 11 stiga forystu 69-58 þegar 4.leikhlutinn hófst. Þann leikhluta vann Snæfell líka þó ekki hafi liðið skorað jafnmikið og í þeim þriðja eða 25 stig en héldu þó Skallagrím í 12 stigunum aftur. Lokastaðan því 95-70 sem er ágætis skor hjá Snæfelli miðað við það að enn er bara september.
Það var enginn leikmaður sem átti stórleik en yngri leikmennirnir sýndu fína takta. Árni, Guðni, Guðlaugur og Svenni eru reynslunni ríkari frá því í fyrra og engir vindlar lengur. Þannig að þeir eiga að geta tekið af skarið þegar þeir koma inn og þeir gerðu það ágætlega núna. Atli Rafn var öflugur, skoraði 12 stig og lofar mjög góðu og verður spennandi að fylgjast með honum. Daniel Kazmi er aftur kominn í hópinn og stóð sig vel. Anders Katholm spilaði sinn fyrsta leik með Snæfelli í kvöld og stóð sig vel þær mínútur sem hann spilaði. Hann fékk högg á hnéð tiltölulega snemma og var því lítið með í kvöld en sýndi þó fína takta og endaði í 7 stigum og þ.a. einn þristur. Það var ekkert óðagot á honum þessar mínútur enda eldri en tvævetur í körfunni en greinilega traustur leikmaður á ferðinni þar.
Gömlu jaxlarnir stóðu fyrir sínu Siggi var með 16 stig, Nonni var með 15 stig, Justin hafði fremur hægt um sig og var með 7 stig. Hlynur var einnig í rólegu deildinni í kvöld og var með 11 stig. Þá er ótalinn yngsti maður liðsins í kvöld Kristján P. Andrésson sem lék sínar fyrstu mínútur með Snæfelli í kvöld en hann lauk grunnskólanum síðasta vor. Maður framtíðarinnar þar, náði ekki að skora í kvöld en hans frægu þristar eiga væntanlega eftir að detta síðar.
Stigin Snæfell
Sigurður 16
Jón Ó 15
Atli 12
Justin 11
Hlynur 11
Guðni 8
Sveinn 8
Anders 7
Gunnlaugur 4
Árni 3
Skallagrímsmenn léku ágætlega í 20 mín í kvöld en svo dróg af þeim. Axel Kárason var ekki með þeim í kvöld og erlendu leikmennirnir nýbyrjaðir. Leikstjórnandinn Alan Fall nýkominn og Zeko Zekovic kom í gær og var því nánast á fyrstu æfingu með liðinu og hann var seigur þrátt fyrir það var með 14 stig.
Stigin Skallagrímur
Zeko 14
Petur Sig 13
Hafþór Gunn 11
Áskell Jóns 8
Hákon Þorvalds 7
Alan Fall 5
Darrel 5
Pálmi Sævars 4
Sigurður Þórarins 2
Mynd: [email protected]