spot_img
HomeFréttirSnæfell kynnir nýja og notendavæna heimasíðu - Hönnuð af goðsögn félagsins

Snæfell kynnir nýja og notendavæna heimasíðu – Hönnuð af goðsögn félagsins

Ný og glæsileg heimasíða Snæfells fór í loftið á dögunum. Heimasíðan var hönnuð með einfalt aðgengi að leiðarljósi og markmið hönnuðar er að gera það auðveldara fyrir foreldra, leikmenn og stuðningsmenn að nálgast allar upplýsingar um starfsemi félagsins.

Heimasíðan er verk Jóns Ólafs Jónssonar, betur þekktur sem Nonni Mæju, sem sýnir hér einstaka hæfileika í vefhönnun. Nonni, sem hefur lengi verið þekktur fyrir þriggja stiga sýningar, sýnir á sér nýjar hliðar með frábærri hönnun á heimasíðunni.

Á nýju síðunni getur þú:

  • Skráð börn í íþróttir: Auðveld og fljótleg skráning í æfingar Snæfells í gegnum SportAbler.
  • Skoðað æfingatöflur: Finndu tíma og dagsetningar fyrir allar æfingar með einföldum hætti.
  • Verslað Snæfellsvörur: Stolt Snæfellinga birtist í fjölbreyttu vöruúrvali tengdu félaginu á síðu Errea.
  • Rifjað upp sögu félagsins: Lærðu meira um merkilega sögu Snæfells og þau fjölmörgu afrek sem félagið hefur náð.
  • Snæfell miðlar: Skoðaðu gamlar og nýjar myndir, myndbönd úr leikjum og klippur frá skemmtilegum viðburðum.

Karfan óskar Snæfellingum kærlega til hamingju með nýju heimasíðuna og óska Nonna Mæju einnig velfarnaðar með nýjan feril sem vefhönnuður.

 Kíktu í heimsókn og skoðaðu meðalannars frábært ljósmyndasafn og youtube-rás Snæfells – þar eru ótal myndbönd sem vekja minningar.

Hérna er ný síða Snæfells

Fréttir
- Auglýsing -