Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í kvöld þar sem línur eru heldur betur farnar að skýrast.
Í Stykkishólmi tóku heimakonur á móti Grindavík sem eru í gríðarlegri fallhættu. Það var ekki að sjá á gestunum að leikurinn væri uppá líf eða dauða því Grindavík setti einungis 22 stig í fyrri hálfleik og var 22 stigum undir í hálfleik.
Holan sem liðið var búin að moka sér var einfaldlega of djúp og þrátt fyrir að liðið hafi spilað mun betur í seinni hálfleik þá komst það aldrei nálægt Snæfell. Niðurstaðan sannfærandi 79-65 sigur Snæfells.
Snæfell siglir lignan sjó í deildinni og er fast í 6. sæti deildarinnar. Emese Vida var stigahæst með 16 stig hjá Snæfell í kvöld og þá var Veera Pirttinen með 15 stig.
Bríet Sif var með 21 stig fyrir Grindavík sem er komið í slæma stöðu á botni deildarinnar. Breiðablik sem situr í 7. sæti, einu sæti fyrir ofan Grindavík vann sinn leik í kvöld og munar því fjórum stigum á liðunum. Grindavík á þrjá leiki eftir og þurfa því að vinna þá alla til að tryggja sæti sitt.
Myndasafn úr leiknum (Sumarliði Ásgeirsson)
Snæfell-Grindavík 79-65 (19-10, 23-12, 24-23, 13-20)
Snæfell: Emese Vida 16/11 fráköst, Veera Annika Pirttinen 15/5 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 13, Amarah Kiyana Coleman 13, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Vaka Þorsteinsdóttir 0, Björg Guðrún Einarsdóttir 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0.
Grindavík: Bríet Sif Hinriksdóttir 21/4 fráköst, Tania Pierre-Marie 15/15 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 15/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Hulda Björk Ólafsdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Skúladóttir 3/6 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 2/4 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 0, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Vikoría Rós Horne 0.