Þriðja undanúrslitaviðureign Snæfells og Stjörnunnar í Iceland Express deild karla fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og leiðir Stjarnan einvígið 2-0, þeim dugir því sigur í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitum.
Fyrsti leikurinn var í Hólminum þar sem Snæfell á heimaleikjaréttinn, lokatölur 73-75 Stjörnunni í vil eftir æsispennandi slag þar sem Ryan Amoroso átti m.a. kost á því að koma leiknum í framlengingu. Annar leikurinn fór fram í Ásgarði þar sem Stjarnan vann 93-87 og Jovan Zdravevski fór á kostum. Þriðji leikurinn er í kvöld og ósigur þýðir sumarfrí fyrir Snæfell en sigur þýðir fjórði leikur í Ásgarði.
Fjölmennum á völlinn!
Mynd/ Tomasz