Íslandsmeisturum Snæfells í Domino's deild kvenna var spáð 5 sæti af 7 í deildinni í vetur. Það var einsýnt að Ingi Þór Steinþórsson og Snæfellsstúlkur ákváðu að sýna spáspekingum í tvo heimanna – og valta yfir lið Hamars í leiðinni.
Hamar sá aldrei til sólar í þessum leik en eftir 4 mínútur var staðan 3-12 fyrir gestunum. Snæfell bætti bara í og og hélt Hamri í aðeins 17 stigum í fyrri hálfleik.
Þrátt fyrir að vera 28 stigum undir í hálfleik náðu heimamenn að spýta í lófana í þriðja fjórðungi. Skoruðu alls 26 stig gegn aðeins 17 frá Snæfelli. Hamarsstúlkur náðu hins vegar ekki að fylgja því eftir og Snæfell náði að tryggja sér 21 stigs sigur, 59-80.
Haiden Palmer skoraði 30 stig og tók 13 fráköst fyrir Snæfell. Systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur skoruðu 14 stig hvor. Suria McGuire skoraði 26 stig og tók 6 fráköst og Nína Kristjánsdóttir bætti við 14 stigum og 6 fráköstum.
Mynd úr safni: Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 14 stig í kvöld.