Ef gullkálfurinn Ingi Þór Steinþórsson er að þjálfa er líklegt að gull verði niðurstaðan hjá viðkomandi, a.m.k. er því svo farið með unglingaflokk Snæfellskvenna sem hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í flokknum. Hólmarar hafa enn ekki tapað leik í unglingaflokki kvenna og urðu einnig bikarmeistarar á dögunum.
Snæfell lagði Hauka 65-47 í síðasta leik sínum í unglingaflokki og hefur því unnið alla átta leiki sína í venjulegri deildarkeppni. Þrjú lið eiga eftir að spila tvo leiki í flokknum áður en deildarkeppninni lýkur.
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Ósigraðar Snæfellskonur í unglingaflokki kvenna.