Snæfell bætir landsliðskonu í hópinn

Nýliðar Snæfells hafa samið við Eva Rupnik um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna.

Eva er 30 ára 177 cm slóvenskur bakvörður sem kemur til Snæfells frá Namur í Belgíu, en ásamt þeim hefur hún leikið fyrir félög í heimalandinu, Spáni, Ítalíu og Þýskalandi. Þá hefur hún einnig verið hluti af slóvenska landsliðinu.

Búið er að semja við Evu Rupnik um að spila með mfl. Snæfells á komandi tímabili. Hún er væntanleg til landsins á næstu dögum og hlökkum við mikið til að fá hana í okkar raðir.