spot_img
HomeFréttirSmith og Richardson í bann

Smith og Richardson í bann

17:05
{mosimage}

(Jason Richardson leikur ekki með Phoenix fyrstu tvo leikina á tímabilinu)

NBA deildin hefur sett þá J.R. Smith leikmann Denver Nuggets og Jason Richardson leikmann Phoenix Suns í leikbann en báðir hafa þeir gerst brotlegir við lög í Bandaríkjunum. Smith var dæmdur í sjö leikja bann án launa en Richardson fékk tveggja leikja bann án launa.

J.R. Smith játaði á sig sök fyrir glæfraakstur árið 2007 þar sem óhapp átti sér stað sem lyktaði með dauðsfalli eins farþegans í bílnum sem Smith ók. Þá játaði Richardson að hafa ekið undir áhrifum áfengis en báðir munu leikmennirnir taka út leikbönn sín í upphafi komandi leiktíðar í NBA deildinni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -