Ísland mætti Slóvakíu í dag. Slóvakía situr á toppi A riðils ásamt Svartfjallalandi, en eru með innbyrðis sigur gegn þeim. Ísland hefur ekki enn unnið leik í riðlinum og tapaði fyrir Slóvakíu um svipað leiti í fyrra á útivelli 78 – 62. Það var því ljóst að á brattann yrði á sækja gegn sterku liði Slóvaka.
Íslensku stelpurnar byrjuðu fyrsta leikhluta ágætlega en þegar fór að síga á seinni hlutann þá tóku Slóvakar fram úr þeim. Staðan eftir fyrsta leikhluta 14 – 22.
Íslenska liðið náði aðeins að minnka muninn áður en gestirnir tóku öll völd á vellinum í öðrum leikhluta. Íslensku stelpurnar náðu þó aðeins að klóra í bakkann og staðan í hálfleik því 31 – 43.
Stelpurnar áttu sinn besta leikhluta í þriðja leikhluta. Vörnin var betri og það voru færri klaufaleg mistök. Þær náðu þó ekki að minnka muninn þrátt fyrir að hafa haft góð tækifæri til þess. Staðan eftir þriðja 46 – 58.
Slóvakar komust 20 stigum yfir snemma í fjórða leikhluta og þar með var leikurinn þannig séð búin. Íslensku stelpurnar sáu aldrei til sólar í fjórða leikhluta og skoruðu aðeins 6 stig. Lokatölur 52 – 82.
Byrjunarlið:
Ísland: Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir.
Slóvakía: Barbora Bálintová, Terezia Planíkova, Zofia Hruscakova, Sabina Oroszova og Miroslava Mistinova
Þáttaskil:
Stelpurnar voru inn í leiknum þar til í fjórða leikhluta. Þá gengu þær Slóvenksu hreinlega frá þeim og tryggðu frábæran sigur á Íslandi.
Tölfræðin lýgur ekki:
Frákastabaráttan hallaði verulega á okkur 34 – 54. Slóvakar skoruðu síðan 20 stig á móti 6 stigum okkar úr öðru tækifæri. 28,2% í tveggja stiga skotum á móti 51,1% Slóvakíu. 6 stig úr vítum á móti 24 hjálpaði okkur lítið. Mikið af brotum í skotum og fullt af villum þegar Slóvakar voru komnir með skotrétt vegna villa.
Hetjan:
Fyrirliðinn Sabina Oroszova átti hreint frábæran leik, 17 stig, 13 fráköst og 28 framlagspunktar. Helena Sverrisdóttir var best Íslendinga eins og svo oft áður með 20 stig og 10 framlagspunkta.
Kjarninn:
Slóvakía er mjög góð körfuboltaþjóð og við þurfum að eiga frábæran leik til að eiga séns á sigri. Staðreyndin er sú að jafnvel þótt stelpurnar hafi átt góða kafla inn á milli, þá náðu þær aldrei að klóra eitthvað í Slóvaka. Þær hittu illa og verða að gera betur í stuttum skotum og sniðskotum til að eiga séns í svona leiki.
Næsti leikur íslenska landsliðsins er á miðvikudag á móti liði Bosníu og Hersegóvínu.
Viðtöl: