Íslenska karlalandsliðið hefur lokið þátttöku á æfingamótinu í Austurríki en Ísland lá 68-98 gegn Slóveníu í síðasta leik sínum í dag.
Íslenska liðið náði því ekki í sigur ytra með tapi gegn Póllandi, Austurríki og Slóveníu.
Martin Hermannsson var stigahæstur íslensku leikmannanna í dag með 16 stig en næstur honum var Hörður Axel Vilhjálmsson með 10 stig.
Íslenska liðið heldur því heim á leið í lokaundirbúning fyrir forkeppni EuroBasket 2017 en fyrsti leikur í forkeppninni er gegn Sviss þann 31. ágúst næstkomandi í Laugardalshöll.
Mynd/ Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.