spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSlagurinn um Reykjanesbæ Keflavík í vil

Slagurinn um Reykjanesbæ Keflavík í vil

Keflavík tók á móti Njarðvíkingum í Blue höllinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu betur og komust mest 7 stigum yfir. Heimamenn tóku þá við sér og lokuðu vel í vörninni og fóru að raða niður stigum og komust mest 8 stigum yfir. Staðan eftir fyrsta leikhluta 26 – 19. Keflvíkingar héldu Njarðvíkingum frá sér í öðrum leikhluta og bætu aðeins í forystu sína. Njarðvíkingar voru ekki sannfærandi í leikhlutanum. Staðan í hálfleik 50 – 36. Njarðvíkingar náðu ekki að skáka Keflvíkingum í þriðja leikhluta. Staðan eftir þriðja leikhluta 71 – 56.


Gestirnir vöknuðu loks til lífs og skoruðu fyrstu 6 stig fjórða leikhluta. Njrðvíkingar héldu áfram að éta niður forystu Keflvíkinga og um miðbik leikhlutans var munurinn kominn niður í 3 stig. Þakið ætlaði að rifna af Blue höllinni sem var stöppuð í kvöld. Það voru læti, tilþrif og brjáluð barátta hjá báðum liðum þegar líða fór á leikhlutann. Keflvíkingar gerðu þó vel og hleyptu Njarðvíkingum aldrei nær og sigldu svo sigrinum örugglega í höfn síðustu mínútu leiksins. Lokatölur 88 – 84.

Byrjunarlið:
Keflavík: Khalil Ullah Ahmad, Dominykas Milka, Deane Williams, Reggie Dupree og Hörður Axel Vilhjálmsson.
Njarðvík: Kristinn Pálsson, Logi Gunnarsson, Evaldas Zabas, Mario Matasovic og Wayne Ernest Martin Jr.

Hetjan:
Mario Matasovic var bestur í liði gestanna með 19 stig og 10 fráköst. Hjá heimamönnum voru það Dominykas Milka (24 stig, 11 fráköst) og Deane Williams (20 stig, 13 fráköst) sem voru bestir.

Kjarninn:
Nýju erlendu leikmenn Njarðvíkur voru ekkert til að hrópa húrra fyrir í þessum leik. Evaldas Zabas var slakur og Wayne Ernest Martin seinn í gang. Það var pínulítið eins og það hafi komið Keflvíkingum á óvart þegar Njarðvíkingar vöknuðu til lífs í fjórða leikhluta. Þeir þurftu því að hafa aðeins fyrir sigrinum í stað þess að bera í barmafullan lækinn og klára leikinn með 20 stiga sigri. Það er ljóst að þetta Keflavíkurlið er stórhættulegt en 4 stig eru ekki mikið innbyrgðis á móti Njarðvík.

Tölfræði

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -