16:22
{mosimage}
Forráðamenn og þjálfarar liðanna í NBA deildinni þurfa oft að taka erfiðar ákvarðanir varðandi leikmannamál; samninga, nýliðaval og leikmannaskipti. Eins og gefur að skilja kemur oft á daginn að sumar ákvarðanirnar eru góðar, aðrar slæmar. Sumir bestu leikmenn deildarinnar hafa verið valdir seint í nýliðavalinu og öðrum snillingum hafa verið skipt fyrir minni spámenn.
Ljóst er að listinn yfir slæmar ákvarðanir er langur og eru þar á meðal ýmis atriði sem mótað hafa NBA söguna. Hér verður rennt yfir nokkrar ákvarðanir sem menn hafa nagað sig í handarbökin yfir í seinni tíð.
Kobe Bryant
Kobe Bryant var valinn í deildina 17 ára gamall, beint úr High School og það var lið Charlotte Hornets sem þá var og hét sem nældi í piltinn. Bryant sem var valinn nr. 13 var ekki talinn neitt sérstaklega mikið efni en þáverandi framkvæmdarstjóri Los Angeles Lakers, Jerry West hafði þó fylgst nokkuð vel með honum og hafði trú á að hann gæti orðið stórstjarna.
West tókst svo að sannfæra forráðamenn Hornets um skipti á Bryant og gömlu hetjunni Vlade Divac. Því varð úr að Hornets og Lakers skiptu á leikmönnunum og restina af sögunni þekkja svo allir. Kobe Bryant er þrefaldur NBA meistari og margfaldur All-Star leikmaður en Divac lék aðeins 2 ár með Hornets áður en hann fór svo frítt til Sacramento.
{mosimage}
Þess má svo til gamans geta að fyrrnefndur Jerry West sem lék lengi vel með Lakers liðinu og er talinn einn af betri leikmönnum sögunnar kemur fyrir augu manna oftar en þeir gera sér grein fyrir. Það er nefnilega þannig mál með vexti að leikmaðurinn í NBA merkinu fræga er Jerry West, þ.e. útlínurnar af honum.
Micheal Jordan
Jordan ákvað að taka þátt í NBA nýliðavalinu árið 1984, ári áður en hann átti að útskrifast frá Chappel Hill háskólanum í Norður-Karólínu. Margir snjallir spilarar komu inní deildina þetta ár, t.d. Hakeem Olajuwon, Charles Barkley og John Stockton.
Olajuwon var valinn nr. 1 af Houston Rockets þar sem hann spilaði við góðan orðstír í 17 ár og vann til að mynda tvo NBA titla með félaginu.
Portland Trailblazers átti svo 2. valrétt og voru margir á því að þeir mundu velja Micheal Jordan, aðalstjörnuna úr háskólaboltanum. Portland menn litu þó þannig á málið að þar sem þeir höfðu fengið Clyde Drexler árið áður þyrftu þeir núna stóran mann og völdu því Sam nokkurn Bowie. Bowie náði sér aldrei á strik í NBA deildinni og spilaði ekki mörg alvöru tímabil í NBA, þar af aðeins fjögur með Portland. Hann er í dag aðallega þekktur sem maðurinn sem var valinn á undan Jordan.
Sú ákvörðun Portland Trailblazers að velja Sam Bowie í staðinn fyrir Micheal Jordan er réttilega oft talinn ein allra versta ákvörðun NBA sögunnar.
Þrátt fyrir að yfirgefa Chappel Hill skólann árið 1984 til að fara í NBA lauk Micheal Jordan háskólaprófi þaðan árið 1986.
Detroit og Darko Milicic
Nýliðavalið 2003 er talið ásamt árunum 1984 og 1996 eitt það sterkasta í sögunni.
Þar átti Cleveland Caviliers fyrsta valrétt og eftir að hafði tryggt sér LeBron James átti Detroit Pistons næsta valrétt. Þar ákváðu þeir að velja frá Serbíu Darko Milicic. Hann var valinn á undan m.a. eftirfarandi leikmönnum:
Carmelo Anthony, Dwyane Wade, Josh Howard, Chris Bosh, Boris Diaw, Kirk Hinrich, David West, T.J. Ford, Udonis Haslem, Chris Kaman og Leandro Barbosa,
Detroit vann þó meistaratitilinn þetta ár en það verður þó seint talið Milicic að þakka. 1.4 stig á 4.7 mínútum var hans framlag þetta árið og eftir lítinn sem engan spilatíma hjá Detroit fór hann til Orlando Magic í febrúar 2006. Þar hefur hann fengið að spila aðeins meira og hækkað í samræmi við það tölurnar hjá sér en á enn langt í land með að komast á þann stall sem fjöldi þeirra leikmanna sem valdir voru á eftir honum eru komnir á.
Aðrar ákvarðanir í NBA sögunni sem eftirá að hyggja voru kannski ekki þær gáfulegustu:
Atlanta Hawks skiptu árið 1994 á Dominique Wilkins og Danny Manning. Manning stóð aldrei undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar í NBA.
Eftir að hafa valið Dirk Nowitski í nýliðavalinu 1998 ákváðu Milwaukee Bucks að skipta við Dallas Mavericks á honum og Robert Traylor sem eftir að hafa átt stuttan og arfaslakan feril í NBA er nú “free agent”.
Í nýliðavalinu 1987 valdi Seattle Scottie Pippen en skiptu honum strax til Chicago í staðinn fyrir Olden Polynice. Polynice spialði lengi í NBA en gerði aldrei merkilega hluti.
Og loks:
Shaquille O´Neill fyrir Lamar Odom, Brian Grant, Caron Butler og Jordan Farmar eru skipti sem hafa enn ekki skilað miklu fyrir L.A. Lakers.
Detroit Pistons fengu líklega töluvert meira útúr skiptunum á Grant Hill fyrir Ben Wallace og Chucky Atkins heldur en Orlando Magic
Golden State Warriors létu Chris Webber fara til Washington Bullets fyrir Tom Gugliotta.