spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSkrefi nær deild þeirra bestu

Skrefi nær deild þeirra bestu

Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos lögðu Oviedo í Primera Feb deildinni á Spáni í dag, 72-78.

Jón Axel lék 30 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 14 stigum, 6 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Enn eru fimm umferðir eftir af deildarkeppni Primera Feb deildarinnar, en Jón Axel og félagar eru í afar álitlegri stöðu í efsta sæti deildarinnar, þremur sigurleikjum fyrir ofan Estudiantes og Fuenlabrada sem eru í 2.-3. sætinu, en efsta lið deildarinnar vinnu sig beint upp í ACB deildina.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -