Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos lögðu Zamora í Primera Feb deildinni á Spáni, 89-73.
Á rúmum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 2 stigum, 6 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.
Eftir leikinn eru Jón Axel og félagar sem áður í efsta sæti deildarinnar með 26 sigra og aðeins 2 töp það sem af er tímabili. Fyrir neðan þá í öðru sætinu eru Estudiantes með 23 sigra og 5 töp.
Það er því ljóst að Burgos eru ansi nálægt því að tryggja sig beint upp í ACB deildina, en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppni Primera Feb deildarinnar.