spot_img
HomeFréttirSkráningum lokið á Nettómótið: Þátttakan nær nýjum hæðum

Skráningum lokið á Nettómótið: Þátttakan nær nýjum hæðum

 
Lokað hefur verið fyrir frekari skráningar á Nettómótið 2011. Ljóst er að nýtt þátttökumet verður slegið enn eina ferðina en alls hafa 185 keppnislið verið skráð til leiks frá 24 félögum. Til samanburðar má geta þess að 148 keppnislið léku á mótinu í fyrra þannig að aukningin er heil 25%.
Það liggur fyrir að þessi fjölgun mun hafa einhver áhrif á tímasetningar mótsins og munum við kynna allar slíkar breytingar um leið og þær liggja fyrir.
 
Félögin sem taka þátt í ár eru eftirfarandi:
 
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Haukar, Hörður, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarðvík, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, UMF Hekla, Valur, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.
Fréttir
- Auglýsing -