Körfuknattleiksdeild Fjölnis heldur Sambíó mótið helgina 5.-6. nóvember næstkomandi. Mótið er áðurnefnt Hópbílamót og er fyrir yngstu iðkendur körfuboltans. Í ár eru það börn fædd 2000 og síðar sem þátttökurétt hafa á mótinu.
Skráning liða fer fram á [email protected] og lýkur skráningunni á hádegi næstkomandi mánudag.
Frekari upplýsingar fást svo í síma 594 9642.