spot_img
HomeFréttirSkráning opin á KKÍ þjálfara 1C

Skráning opin á KKÍ þjálfara 1C

KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C.

KKÍ þjálfari 1C er kennt í staðnámi dagana 31. ágúst-1. september 2024.

SKRÁNING HÉR 


KKÍ þjálfari 1C er helgarnámskeið. Áhersla er lögð á þjálfun barna 14 ára og yngri í KKÍ 1C náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1A. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1 A, B og C námi, ásamt því að hafa lokið ÍSÍ 1 útskrifast með KKÍ 1 þjálfararéttindi.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Laugardagur 31. ágúst
09:00-09:10 Setning
09:10-10:40 Skipulag þjálfunar 14 ára og yngri
10:50-12:20 Skipulag þjálfunar
12:20-13:00 Matarhlé
13:00-14:10 Hraðaupphlaup
14:20-15:30 Taktík – Liðsvörn – maður á mann

Sunnudagur 29. ágúst
09:00-10:10 Skot og skotæfingar
10:20-11:30 Vörn 1-á-1
11:30-12:10 Matarhlé
12:10-13:20 Taktík – Liðssókn – Hreyfingar án bolta
13:30-14:40 1-á-1 sem kennslutæki
14:50-16:00 Skipulagning æfinga
16:00-16:20 Umræður
16:20-16:50 Skriflegt próf

Þegar þjálfari hefur lokið KKÍ 1A, 1B og 1C, ásamt ÍSÍ 1 telst þjálfari vera KKÍ þjálfari 1.

Athugið að dagskrá getur tekið breytingum, þar sem námskeiðshlutar geta færst til, en dagskrá ætti ekki að lengjast frá því sem hér er kynnt.

Þátttökugjald fyrir KKÍ 1C er 27.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 23. ágúst, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 39.000 kr. Námskeiðið verður einungis haldið náist fullnægjandi fjöldi þátttakenda.

Fréttir
- Auglýsing -