Hið árlega götukörfuboltamót (e. street ball) verður haldið í tengslum við Akureyrarvöku þann 31. ágúst næstkomandi. Hámark 4 í liði og verða a.m.k. þrír leikir á lið. Spilað verður eftir 3×3 FIBA reglum. Kostnaður er 9000 kr. per lið. Greitt á staðnum.
Heitt verður á grillinu, DJ skemmtir keppendum og áhorfendum.
Skráning til og með 28. ágúst.
Keppt verður í fjórum flokkum:
u13 ára (2011 og seinna)
u15 ára (2009 og seinna)
Opinn flokkur (2008 og fyrr)
Heldri manna/kvenna flokki – 25 ára og eldri
Keppt verður í sömu flokkum kvennamegin ef skráning næst, einnig má blanda flokkum. Athugið verðlaun eru fyrir kvennaflokka. Ef það vantar upp á skráningu verður spilað milli kynja þá verðlaun séu fyrir bæði kk og kvk flokka.