spot_img
HomeFréttirSkráning í fullum gangi á KKÍ 3 - Afsláttur ef skráð er...

Skráning í fullum gangi á KKÍ 3 – Afsláttur ef skráð er fyrir miðvikudag

KKÍ þjálfari 3 verður kennt í staðnámi dagana 16.-18. ágúst 2024. Aðalfyrirlesari að þessu sinni er Joan Plaza, en hann hefur m.a. verið valinn þjálfari ársins á Spáni og Litháen. Auk Joan Plaza verða Craig Pedersen, Baldur Þór Ragnarsson, Friðrik Ingi Rúnarsson, Rúnar Ingi Erlingsson, Pétur Már Sigurðsson og fleiri með innlegg á námskeiðinu, þá hefur Moris Hadzija, sem starfar sem player development þjálfari hjá Bayern Munchen bæst í þennan glæsta hóp þjálfara sem tala á námskeiðinu.

Á hlekkjunum hér fyrir neðan er hægt að skrá sig:

Skráning – félag borgar

Skráning – þjálfari borgar

ATH. námskeiðsgjald hækkar ef skráning berst eftir 6. ágúst. Frekari upplýsingar um námskeiðsgjald má sjá neðst.

KKÍ þjálfari 3 verður kennt í staðnámi dagana 16.-18. ágúst 2024. Að þessu sinni koma þrír erlendir fyrirlesarar til okkar, þeir Joan Plaza, Craig Pedersen og Moritz Hadzija.

Joan Plaza hefur m.a. verið valinn þjálfari ársins á Spáni þegar hann þjálfaði Real Madrid og í Litháen þegar hann þjálfaði Zalgiris Kaunas. Plaza hefur víðtæka reynslu sem þjálfari á hæsta stigi körfuboltans og mun deila þeirri þekkingu með okkur.

Craig Pedersen ættu allir Íslendingar að þekkja, en hann hefur þjálfað karlalandsliðið frá 2014 og stýrt því inn á Eurobasket 2015 og 2017. Craig mun fara yfir ýmislegt tengt þeim árangri sem karlalandsliðið hefur náð, en hann ásamt Plaza verða einnig með umræðuhópa á laugardeginum þar sem hægt verður að spyrja þá spjörunum úr.

Moriz Hadzija er einstaklingsþjálfari Bayern Munich (e. Player Development Coach) og mun fara ítarlega í það hvernig hann þjálfar leikmenn í sínu starfi hjá stórliði Bayern.

Baldur Þór Ragnarsson ætti að vera öllum kunnur, en hann er að koma heim til Íslands eftir árangursríka dvöl í Þýskalandi, þar sem hann var aðstoðarþjálfari karlaliðs Ratiopharm Ulm og þjálfari unglingaliðs félagsins, sem náði eftirtektarverðurm árangri. Baldur mun fara yfir “Aggressive Defensive Concepts”.

Friðrik Ingi Rúnarsson er einn okkar reyndasti þjálfari, en hann þjálfaði m.a. karlalandsliðið frá 1999-2003. Þeir sem þekkja Friðrik vita að þar fer viskubrunnur, en hann mun fara yfir “Offensive Spacing”.

Rúnar Ingi Erlingsson hefur náð eftirtektarverðum árangri með kvennalið Njarðvíkur síðustu árin. Rúnar mun þjálfa karlalið Njarðvíkur á næsta tímabili og það verður því fróðlegt að sjá hans nálgun.

Námskeiðið telst sem KKÍ 3A hjá þeim þjálfurum sem eiga það ólokið og KKÍ 3B hjá þeim sem eiga það ólokið. Þeir þjálfarar sem hafa lokið KKÍ 3A og 3B geta nýtt þetta námskeið sem endurmenntun.

Fullt námskeiðsgjald er kr. 75.000, en kr. 59.000 ef gengið er frá skráningu og greiðslu eigi síðar en þriðjudaginn 6. ágúst. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Snorri Örn Arnaldsson á [email protected].

Fréttir
- Auglýsing -